Company Announcements

Ríflega sex milljarða króna arðgreiðsla í ár

Source: OMX
Ríflega sex milljarða króna arðgreiðsla í ár

Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var í dag, samþykktu eigendur tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins að fjárhæð 6,34 milljarðar króna1 fyrir árið 2020.

Á aðalfundinum skipaði fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið. Ekki voru gerðar breytingar á skipan stjórnar frá fyrra starfsári.

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru: Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason.

Aðalfundurinn staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir liðið reikningsár.

Rafræna ársskýrslu og ársreikning Landsvirkjunar fyrir árið 2020 má finna á landsvirkjun.is/arsskyrslur/arsskyrsla-2020

Deloitte ehf. var kosið endurskoðunarfyrirtæki Landsvirkjunar að fenginni tillögu Ríkisendurskoðunar.


Jónas Þór endurkjörinn

Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Álfheiður Ingadóttir var kjörin varaformaður.____________

1) Arður er nú ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. Miðað er við miðgengi Seðlabankans 14. apríl 2021.