Company Announcements

Síminn hf. - Fyrirhugaðar breytingar á skipuriti

Source: GlobeNewswire
Síminn hf. - Fyrirhugaðar breytingar á skipuriti

Síminn hefur tekið ákvörðun um að breyta skipuriti félagsins sem miðar að því að auka sveigjanleika til að takast á við breytingar á markaði. Nýja skipulagið mun styðja við stuttar boðleiðir, ýta undir opin samskipti, fjölbreytt viðhorf og hraða ákvarðandatöku. Sérstök áhersla verður á sjálfbærni og sjálfsafgreiðslu. Markmið breytingarinnar er að auka ánægju viðskiptavina.

Breytingin felur í sér að sviðum félagsins verður fjölgað um tvö. Núverandi framkvæmdastjórar munu halda áfram, en auglýst verður eftir tveim nýjum framkvæmdastjórum innan skamms. Eftir breytingarnar verða eftirfarandi svið hjá Símanum:

  • Sala og þjónusta - Samræmd og heildstæð sala og þjónusta við einstaklinga, heimili og fyrirtæki sem skapar jákvæða upplifun og fer fram úr væntingum.
  • Stafræn þróun - Stafræn þróun ber ábyrgð á að skapa, þróa og reka vörur og þjónustu Símans, þar sem viðskiptavinurinn, einfaldleiki og stafræn þróun er í forgrunni.
  • Miðlun og markaðsmál - Hlutverk sviðsins að samþætta og þróa sjónvarpsþjónustu Símans til að bæta upplifun viðskiptavina og efla auglýsingasölu. Sviðið ber ábyrgð á ímynd og ásýnd vörumerkisins, sem nýtir betur styrkleika félagsins í sjálfbærum rekstri þess. Sviðið kemur einnig á fót og rekur vildarkerfi með hjálp fjártækni.
  • Fjármál og rekstur - Hlutverk fjármálasviðs er að miðla fjármagni með arðbærum og skilvirkum hætti, í samræmi við áherslur stjórnar. Innheimta er á ábyrgð sviðsins. Það tryggir ábyrg innkaup og annast rekstrargreiningar og áætlanagerð. Það er á ábyrgð fjármálasviðs að tryggja góðan rekstur.
  • Sjálfbærni og menning - Hlutverk sviðsins er að annast breytingar á Símanum inn á við, að efla jákvæð tengsl fyrirtækisins við starfsmenn sem og starfsmanna við viðskiptavini. Sviðið ber ábyrgð á að vinna heildstæða stefnu Símans er kemur að skipulagi, starfsmannahaldi, gæðamálum, húsnæði, öryggismálum og sjálfbærni.

Breytingarnar taka gildi þegar gengið hefur verið frá ráðningu nýrra framkvæmdastjóra á sviði Sölu og þjónustu annars vegar og Sjáflbærni og menningar hins vegar.

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson forstjóri Símans, orri@siminn.is.