Kvika banki hf.: Hlé gert á endurkaupaáætlun
Source: GlobeNewswire
Vísað er til tilkynningar Kviku banka hf. frá 06.07.2025 um að stjórn Kviku hafi samþykkt að hefja samrunaviðræður við Arion banka hf.
Það tilkynnist hér með að ekki verða framkvæmd frekari endurkaup á hlutabréfum Kviku samkvæmt gildandi endurkaupaáætlun á meðan samrunaviðræðum á milli Kviku og Arion banka stendur.
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Kviku á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is
